Samtökin Knit for peace (www.knitforpeoce.org.uk) hafa tekið saman skýrslu: “The health benefits of knitting1”. Skýrslan er tvískipt annars vegar er gerð samantekt á vísindalegum rannsóknum sem snúa að prjóni og handavinnu og hvers konar jákvæð áhrif sú iðja hefur á heilsu og samfélag. Hins vegar er framkvæmd könnun á 1000 prjónurum sem prjóna fyrir samtökin og kannað hvaða þörfum prjónaskapurinn mætir.
· 82% fannst prjónaskapurinn vera slakandi aðgerð.
· 65% segja að það að prjóna fyrir aðra gefi þeim þá tilfinningu að þau geri meira gagn
· 92% segja að prjónaskapurinn komi þeim í betra skap
· Samkvæmt könnuninni eru tvær hindranir stærstar við að prjóna ekki þær eru:
· Í fyrsta lagi að hafa ekki lært að prjóna (sem barn) og í öðru lagi að hafa engan að prjóna fyrir.
Comments