Bárujárn
Peysan er hönnuð af Margreti Lindu Gunnlaugsdóttur í stærðum frá 10-14 ára fyrir garnið Mosa mjúkull.
Peysan er prjónuð í hring upp að handvegi. Efri hluti fram og til baka. Axlir saumaðar saman. Úrtaka fyrir hálsmál er höfð eins báðu megin til að peysan snúi rétt hvernig sem í hana er farið. Ermar eru prjónaðar í hring niður frá handvegi. Kragi er prjónaður í hring og saumaður niður að innanverðu hálsmáli.
Gangi þér vel
Margret Linda Gunnlaugsdóttir
kr1,200Price